Söngur og sagnir á Suðurlandi

Hilmar, Björg og Elísabet. Ljósmynd/Aðsend

Tónleikar og sagnastund verður í Hrunakirkju sunnudaginn 13. október kl. 20.

Tónlistarflutning annast Björg Þórhallsdóttir sópran, Elísabet Waage harpa og Hilmar Örn Agnarsson organisti sem leikur á harmóníum.

Þau flytja blandaða dagskrá af íslenskum sönglögum, trúarljóðum og þekktum perlum tónbókmenntanna.

Á tónleikunum kemur einnig fram Kirkjukór Hruna- og Hrepphólasókna undir stjórn Stefáns Þorleifssonar.

Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.

Fyrri greinHundur át gæs
Næsta greinLögðu hald á kannabisplöntur og umtalsvert magn af reiðufé