Söngtónleikar á Stokkalæk

Í dag kl. 16 munu Eyjólfur Eyjólfsson tenór, Ágúst Ólafsson barítón og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari flytja gömul og ný íslensk einsöngslög í Selinu á Stokkalæk.

Þrjú ár eru síðan listamennirnir hljóðrituðu hljómplötuna Aldablik í tilefni af hundrað ára afmæli Hafnarfjarðarkaupstaðar en mörg þeirra laga verða flutt á tónleikunum.

Aðgangseyrir er kr. 2.000 og verða kaffiveitingar á tónleikunum. Miðapantanir eru í síma 4875512 og 8645870.

Fyrri greinLeiðsögn í listasafninu
Næsta greinDriftað á delludegi