Söngtónleikar á Stokkalæk

Söngvararnir Diddú og Bjarni Thor Kristinsson hafa staðið fyrir námskeiði í Selinu á Stokkalæk síðustu daga og verður afrakstur þess sýndur á tónleikum kl. 20 í kvöld.

Námskeiðið tekur á söngtækni, túlkun og leik en þátttakendur eru söngvarar sem eru komnir vel áleiðis í námi eða hafa lokið því.

Á tónleikunum í kvöld munu nemendurnir sýna afrakstur erfiðisins undir léttri og leikandi stjórn þeirra Diddúar og Bjarna Thors sem vafalaust munu einnig taka lagið.

Tónleikarnir eru öllum opnir og verða veitingar fram bornar. Miðaverð er kr. 1.500 og miðapantanir í síma 4875512 og 8645870.