Sólheimakórinn syngur og spilar

Tónleikar Sólheimakórsins verða Íþróttaleikhúsi Sólheima í dag kl. 14 en þar mun kórinn syngja og spila undir stjórn Lárusar Sigurðssonar

Á aðventudögum Sólheima er boðið upp á kyrrð, fagurt umhverfi og fjölbreytta dagskrá sem höfðar til allrar fjölskyldunnar.

Tilvalið að koma og skoða sýningar, sjá brúðuleikhús, njóta tónleika og veitinga á Grænu könnunni og versla á jólamarkaði Sólheima í Versluninni Völu.

Nánari upplýsingar um dagskrá á: www.solheimar.is

Allir velkomnir!