Sólheimahátíð í Þjóðleikhúsinu

Sólheimaleikhúsið og leikfélag AFANIAS frá Madrid starfa saman að gerð leikverka sem túlka menningu hvors lands. Verkin verða sýnd í Þjóðleikhúsinu þriðjudagskvöldið 6. maí.

Verk Sólheima heitir Lorca og skóarakonan og verk Spánverjanna heitir Bergmál og er stutt dansverk. Bæði leikfélögin samanstanda af leikurum sem eru fatlaðir eða ófatlaðaðir. Þannig gerir íslenski hópurinn verk byggt á menningu Spánverja og AFANIAS gerir verk byggt á hugmyndum Spánverja á menningu Íslands sem Spánverjar túlka í dansi.

Leikstjóri Lorca og skóarakonan er Edda Björgvinsdóttir og gerði hún einnig leikgerðina.

Miðasala er í fullum gangi á midi.is

Fyrri greinBikarmeistaratitill á Stokkseyri
Næsta grein„Íbúar fyrir austan fjall leiksoppar tilraunaverkefnis“