Sögur úr sveitinni í Tryggvaskála

Tryggvaskáli á Selfossi.

Í menningarmánuðinum október í Árborg verða haldin fjögur sagnakvöld. Það fyrsta verður haldið í Tryggvaskála á Selfossi miðvikudagskvöldið 5. október klukkan 19 og er það tileinkað Sandvíkurhreppi.

Á sagnakvöldunum eru rifjaðar upp sögur af mönnum og málefnum, sögur sem vekja upp skemmtilegar minningar þeirra gesta sem muna og kynna gamla tíma fyrir þeim yngri eru. Gestir kvöldsins í kvöld verða Lýður Pálsson frá Litlu-Sandvík, Hjördís Geirsdóttir frá Byggðarhorni og Hannes Sigurðsson frá Stóru-Sandvík. Þá mun Hjördís taka lagið með Grétari Geirssyni á Áshóli. Stjórnandi kvöldsins verður Kjartan Björnsson.

Síðar í menningarmánuðinum verða haldin sagnakvöld frá Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri.

Fyrri greinPop-up sýning Guðrúnar um helgina
Næsta greinMennta- og barnamálaráðherra heimsótti fjölskyldusvið Árborgar