Smíðadagur á Sjóminjasafninu í dag

Farandsýningin „Ekki snerta jörðina“ hefur verið í forsal Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka frá 11. ágúst og hefur laðað að fullt af börnum.

Gestir eru stundum undrandi á sýningunni sem stendur inní sýningu Sjóminjasafnsins.

Lokadagur sýningarinnar er í dag, sunnudaginn 2. október, og þá verður smíðadagur. Þá koma smiðir úr þorpinu til að smíða trésverð og báta með krökkunum.

Þetta þema var valið þar sem niðurstöður úr rannsókn sýndi að krakkar smíða mikið, alls 63 % barna smíða kofa, kassabíl eða sverð.

Smíðað verður á planinu fyrir framan Sjóminjasafnið frá kl. 14 til kl. 17. Allir velkomnir.

Fyrri greinLandeyjahöfn að lokast
Næsta greinFótboltamessa í Selfosskirkju