Þátttaka í Ensku smásagnakeppninni er fyrir löngu orðinn fastur liður í skólastarfi Grunnskólans í Hveragerði.
Þetta er landskeppninni sem haldin er í tilefni af Evrópska tungumáladeginum þann 26. september og allir grunnskólar á Íslandi mega taka þátt í. Nemendur í 5. til 10. bekk í GÍH taka þátt á hverju ári og verða smásögurnar að vera skrifaðar á ensku og tengjast ákveðnu þema sem að þessu sinna var orðið epiphany sem þýðir uppljómun á íslensku.
Í byrjun desember var upplýst hvaða smásögur þóttu skara framúr í hverjum flokki fyrir sig en skólinn mun senda þær í landskeppnina.
Sigmar Karlsson deildarstjóri elsta stigs og Kolbrún Vilhjálmsdóttir deildarstjóri miðstigs stýrðu athöfninni og afhentu vinningshöfunum glæsileg bókaverðlaun og viðurkenningarskjal.
Í flokknum 5. bekkur og yngri fengu eftirtaldir nemendur bækur úr bókaflokknum Diary of a Wimpy Kid:
Neisti and I – Hugi Þór Haraldsson 5. ADA
Emma and Her Story – Hugrún Gunnarsdóttir 5. BOS
Basketball Hero – Ísabella Rán Andradóttir 5. ADA

Í flokknum 6. – 7. bekkur fengu eftirtaldir nemendur bækur eftir rithöfundinn David Walliams:
Grimm – Magdalena Sigurjónsdóttir 6. MDG
The Last Upgrade – Baltasar Björn Sindrason 7. LH
The Volunteer Workers – Karítas Edda Tryggvadóttir 7. ISM

Í flokknum 8. – 10. bekkur fengu eftirtaldir nemendur bækur úr bókaflokknum Harry Potter:
Take Aim – Hulda María Hilmisdóttir 10. JGJ
Through Their Eyes – Brianna Lind Sindradóttir 9. GH
A Life In Ink Hera – Fönn Lárusdóttir 9. GH

