Skúli Mennski í Merkigili á Eyrarbakka

Það er komið sumar hjá Uni og Jóni Tryggva í Merkigili á Eyrarbakka. Sunnudaginn 27. maí kl. 16 mun söngvaskáldið Skúli Mennski stíga á stokk.

Tónlist Skúla á rætur í amerískri blús og þjóðlagahefð en áhrifin koma víða að. Hann hefur verið að flytja sína eigin tónlist í rúmlega tíu ár og hefur gefið út tvær plötur seinustu tvö árin.

Þær eru hljómsveitaplötur og ekki einkennandi fyrir það hvernig hann hljómar einn, þó svo hann leiki mikið til lög af þeim. Lög Skúla eru öll um ástina og lífið.

Tónleikarnir hefjast kl. 16 og verður góð stemmningin allsráðandi.

Fyrri greinEnn tapar KFR
Næsta greinÓhefðbundna stigaspjald kvöldsins