Skór á bókasafninu

Tvær nýjar sýningar eru í Bókasafni Árborgar á Selfossi.

“Á gangi gegnum lífið; skór og aftur skór” er sýning á gömlum og nýjum skóm ásamt skemmtilegum sögum. Þetta er litrík og skemmtileg sýning þar sem finna má spariskó, gönguskó, barnaskó, kúrekaskó og fleiri skemmtilega skó.

Í Listagjánni sýnir Gunnar Marel Hinriksson ljósmyndir í tilefni af nýútkominni bók sinni ,, Selfoss”.