Skítamórall ræsir vélarnar

Skítamórall á sviðinu í Hörpu. Ljósmynd/Mummi Lú

Hljómsveitin Skítamórall er heldur betur búin að ræsa vélarnar en á dögunum kom út nýtt lag með sveitinni sem nú er komið í spilun á stærstu útvarpsstöðvum landsins.

Hljómsveitin kom fram á Kótelettunni í byrjun júlí og léku strákarnir þar á alls oddi. Nú hefur verið ákveðið að fylgja eftir vel heppnuðum Hörpu tónleikum í fyrra með öðrum tónleikum í Hörpu í haust, föstudagskvöldið 29. október. Miðasala á þá hófst í dag á tix.is.

Afmælistónleikunum sjónvarpað á morgun
Til að keyra upp stemninguna í kringum væntanlega tónleika var ákveðið að skella tónleikunum Skítamórals frá því í fyrra á dagskrá Sjónvarps Símans. Tónleikarnir voru vel heppnaðir en þar fagnaði bandið 30 ára starfsafmæli, hvort sem fólk trúir því eða ekki. Tónleikarnir fara í loftið klukkan 19:10 á morgun laugardag.

Nýja lagið mjög í anda Skímó
Skítamórall gaf út nýtt lag á dögunum sem er Skímó slagari með öllum stælunum. „Það eina sem manni dettur í hug þegar maður heyrir lagið er að meðlimir sveitarinnar hafi fengið of stóran skammt af Pfizer,” sagði talsmaður sveitarinnar þegar lagið kom út. Lagið er eftir hirðskáld Skítamórals, Einar Bárðarson, og það er tekið upp af Vigni Snæ Vigfússyni og masterað af Adda 800.

Fyrri greinLíkur á síðdegisskúrum og jafnvel eldingum
Næsta greinEkki fyrsta ferð Stokkseyringsins á kayak