Skímó og Karitas fengu styrk úr Hljóðritasjóði

Hljómsveitin Skítamórall.

Hljómsveitin Skítamórall, Karitas Harpa og Myrra Rós voru meðal þeirra sem fengu úthlutað úr Hljóðritasjóði í seinni úthlutun ársins.

Fljúgum áfram ehf. fékk 300 þúsund króna styrk til þess að hljóðrita sjöttu hljóðversplötu hljómsveitarinnar Skítamórals, Karitas Harpa Davíðsdóttir fékk 250 þúsund króna styrk fyrir plötuna On The Verge og Myrra Rós Þrastardóttir fékk 150 þúsund króna styrk fyrir plötuna Some room to breath in.

Alls bárust 122 umsóknir frá mismunandi greinum tónlistar og er um metfjölda umsókna að ræða. Sótt var um styrki fyrir rúmlega 100 milljónir króna en samþykkt var að veita samtals 16.300.000 kr. til 63 mismunandi hljóðritunarverkefna. Samþykktar styrkupphæðir nú voru á bilinu 50.000 til 600.000 króna.

Skiptast styrkveitingar þannig að 35 þeirra fara til ýmis konar rokk, hip-hop- og poppverkefna, 22 styrkveitingar til samtímatónlistar, raftónlistar og annarrar tónlistar af ýmsum toga og 6 styrkveitingar til jazz verkefna. 

Hlutverk Hljóðritasjóðs er að efla íslenska hljóðritagerð í tónlist með fjárhagslegum stuðningi við útgáfu hljóðrita. 

Fyrri greinSex sóttu um í Þorlákshöfn
Næsta greinJólatónleikar í Breiðabólstaðarkirkju