Skatan á Þorláksmessu er ómissandi

Valgeir Ingi Ólafsson. sunnlenska.is/Jóhanna SH

Valgeir Ingi Ólafsson á Selfossi svaraði nokkrum jólaspurningum fyrir sunnlenska.is.

Hvort ertu meiri skröggur eða jólaálfur? Ætli ég sé ekki meiri jólaálfur.
Uppáhalds jólasveinn? Kertasníkir.
Uppáhalds jólalag? Það geta verið mörg jólalög. Ég er alæta á tónlist og við eigum ótrúlega mörg mjög falleg jólalög og ég get varla gert upp á milli þeirra.
Uppáhalds jólamynd? Veit ekki. Hef horft á ótrúlega fáar. Home Alone stendur nú alltaf fyrir sínu. Þú hefðir fengið betra svar við þessu hefðirðu spurt frúna því hún sér um að horfa á þær.
Uppáhalds jólaminning? Þegar ég ólst upp þá var alltaf hlustað á messuna klukkan sex í útvarpinu og svo sest að jólaborðinu eftir hana. Jólamaturinn var þá oftast hangikjöt með kartöflumús eða kartöflum og uppstúf ásamt þessu hefðbundna meðlæti. Svo var möndlugrautur á eftir. Að því loknu var farið í að taka upp jólapakkana.
Uppáhalds jólaskraut? Falleg og skrautleg ljós eru í uppáhaldi hjá mér
Minnistæðasta jólagjöfin? Fæ nú bara alltaf góðar gjafir en heilsa heimilisfólksins skiptir samt langmestu máli.
Hvað finnst þér ómissandi að gera fyrir hver jól? Hafa skötu á Þorláksmessunni og skella svo jólahangikjötinu í pottinn og sjóða.
Hvað er í jólamatinn? Svínahamborgarhryggur með sykurbrúnuðum kartöflum og öðru meðlæti ásamt góðir súpu í forrétt. Og svo Toblerone ísinn í eftirrétt.
Ef þú ættir eina jólaósk? Heilbrigði fjölskyldunnar og hamingja er fyrir öllu.

Fyrri greinVeitur auka heitavatnsvinnsluna á Bakka
Næsta greinÞrjú slys og Heiðinni lokað