Skálholtskórinn vantar raddir

Nú fara æfingar hjá Skálholtskórnum að hefjast á ný eftir sumarfrí. Kórinn getur bætt við sig söngfólki í allar raddir og eru tenórar sérlega vel þegnir.

Kórinn syngur við athafnir í Skálholtskirkju og heldur tónleika reglulega, bæði einn og með öðrum kórum. Líflegt félagslíf er í kórnum, ferðir og samkomur af ýmsu tagi.

Æfingar fara fram í Skálholtskirkju á miðvikudögum kl. 20 og er fyrsta æfingin miðvikudaginn 7. september nk.

Áhugasamir eru velkomnir á fyrstu æfinguna, þeir geta einnig haft samband við Jón Bjarnason, organista, í síma 691 8321 eða á netfanginu organisti@skalholt.is.