Skáldastund og jólasýning

Fjórir rithöfundar lesa úr verkum sínum í Húsinu á Eyrarbakka laugardaginn 5. desember kl. 16:00.

Anna Rósa Róbertsdóttir fjallar um bókina Vörubílstjórar á vegum úti en þar er rakin saga Mjölnis, félags vörubílstjóra. Bókin er ríkulega myndskreytt og myndir af bílstjórum að störfum verður í forgrunni.

Einar Már Guðmundsson færir síðan gesti inn í allt aðra veröld í skáldsögunni Hundadagar sem fjallar öðrum þræði um ævintýri Jörunds hundadagakonungs.

Eftir kaffihlé mun Eyrbekkingurinn Guðmundur Brynjólfsson les úr sinni spaugilegu hörmungarsögu Líkavöku. Glæpasögudrottningin Yrsa Sigurðardóttir slær svo botninn í þessa beittu dagskrá með upplestri úr spennitryllinum Sogið.

Jólasýningin safnsins verður opin sama dag frá kl. 14 – 16. Frítt er inn á safnið og heitt á könnunni, verið velkomin.

Fyrri greinNý ljóðabók Matthíasar
Næsta greinElís hlaut Múrbrjótinn