Skák í Skálholti

Á 50 ára afmælishátíð Skálholtskirkju á laugardaginn kemur flytur Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur, fyrirlestur um hina fornu sögualdarskákmenn frá Ljóðshúsum, „The Lewis Chessmen“, og kenningu sína um að þeir séu að öllum líkindum íslenskir að uppruna.

Jafnframt verður efnt til sögulegs skákmóts þar sem teflt verður með eftirmyndum hinna fornu taflmanna. Tefldar verða sjö umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma. Þátttakendafjöldi er takmarkaður.

Það er skákklúbburinn Riddarinn, sem annast mótshaldið Fyrirlesturinn hefst kl. 13.30 og skákmótið í beinu framhaldi þar af.

Fyrri greinJafnt hjá Árborg en Stokkseyri tapaði
Næsta greinÞriggja bíla árekstur á Suðurlandsvegi