Sjaldheyrt flamenco í Tryggvaskála

Reynir býr í Granada á Spáni og starfar þar sem flamenco-gítarleikari. Ljósmynd/Aðsend

Borgfirðingurinn Reynir Hauksson heldur gítareinleikstónleika í Tryggvaskála á Selfossi laugardaginn 6. apríl klukkan 20:30.

Reynir býr í Granada á Spáni og starfar þar sem flamenco-gítarleikari. Hann hefur stundað það síðustu ár að halda eina einleikstónleikaferð um Ísland ár hvert til að kynna Íslendingum þetta magnaða listform.

Það heyrir til tíðinda þegar flamenco er flutt á Íslandi, svo sjaldgæft er það.

Forsala fer fram á Tix.is.

Fyrri greinAlexander framlengir til tveggja ára
Næsta greinEldur í bíl á Selfossi