Sirkus Íslands á Selfossi í sumar

Sirkus Íslands ætlar að koma við á Selfossi í sumar með risa sirkustjaldið sitt og skemmta fólki. Sirkusinn mun í fyrsta sinn ferðast um landið en ferðin ber nafnið „FarandSirkus Íslands – öllu tjaldað til”.

Auk Selfoss, verður komið við á fjórum öðrum stöðum á landinu.

„Við leggum okkur fram við að bjóða upp á vandaðar sýningar fyrir alla aldurshópa á viðráðanlegu verði. Sirkusinn er í eðli sínu alþjóðlegur og því geta, auk bæjarbúa, erlendir og innlendir gestir notið sýninganna okkar. Við viljum búa til ævintýralegar minningar fyrir börn og fullorðna og láta ævintýri barnabókanna lifna við,“ segir Lee Nelson, sirkusstjóri.

Fyrri greinFyrirlestur um yfirskilvitleg öfl í Njálu
Næsta greinÆgir steinlá gegn Völsungi