Silungakvintett á tónleikum í Þorlákshöfn

Fimmtudaginn 19. nóvember heldur kvintett skipaður Gretu Guðnadóttur, fiðluleikara, Guðrúnu Þórarinsdóttur, víóluleikara, Bryndísi Björgvinsdóttur, selló, Þóri Jóhannssyni, kontrabassa og Ingunni Hildi Hauksdóttur á píanó, tónleika á vegum Tóna við hafið í Þorlákskirkju.

Á tónleikunum verður Silungakvintettinn eftir Franz Schubert fluttur, en kvintettinn „…er eitt af kunnustu kammertónverkum Schuberts og er talinn merkisteinn í tónskáldskaparsögu hans“, líkt og Árni Kristjánsson skrifar í bókinni Hvað er tónlist?

Einnig er á efnisskránni kvintett eftir franska samtímakonu Schuberts, Louis Farrenc, einstaklega fallega tónsmíð sem á svo sannarlega skilið meiri athygli.

Tónleikarnir verða í Þorlákskirkju í Þorlákshöfn, hefjast klukkan 20:00 og er aðganseyrir 2.000 krónur. Athugið að enginn posi er á staðnum.

Fyrri greinSjóðurinn góði fær miða á Hátíð í bæ
Næsta greinÖlver sigraði í karlaflokki