Silfurskart Þórdísar í bókasafninu

Þórdís Þórðardóttir sýnir nú silfurskart í Bókasafni Árborgar á Selfossi. Sýningin er sölusýning.

Þórdís er Árborgarbúi og hefur verið alla sína tíð. Hún hefur búið á Selfossi, Stokkseyri og Eyrarbakka. Hún hefur lagt stund á myndlist undanfarin 20 ár.

Samhliða myndlistinni hefur Þórdís einnig lagt stund á skartgripagerð og aðallega unnið úr silfri undanfarin fjögur ár og hafa gripirnir hennar hafa vakið verðskuldaða athygli.