Sigurlín sýnir í Tré og list

Sigurlín Grímsdóttir opnar myndlistarsýningu í dag kl. 14 í galleríinu Tré og list í Forsæti í Flóahreppi.

Við opnunina munu María Weiss spila á fiðlu og Ólafur Sigurjónsson leika undir á píanó.

Sigurlín hefur stundað nám á hlutateikningu og fjarvídd við Lýðháskólann í Skálholti hjá Ásdísi Sigþórsdóttur. Á námskeiðum M.F.Á. hefur Sigurlín lært vatnslitamálun og olíumálun hjá Svövu Sigríði Gestsdóttur og Guðrúnu Svövu Svavarsdóttur. Árið 1997 nam hún uppstillingar og meðferð blýs og lita hjá Katrínu Briem. Sigurlín hefur einnig verið tvær annir í FSu í módel og hlutateikningu hjá Elísabetu Harðardóttur. Auk þess nam hún módelteikningar í Myndlistaskóla Reykjavíkur hjá Valgerði Bergsdóttur og vatnslitamálun hjá Gunnlaugi St. Gíslasyni.

Sigurlín hefur tekið þátt í árlegum samsýningum myndlistafélags Árnessýslu og haldið fjölda einkasýninga þar á meðal í Tré og list. Hún sækir myndefni sitt nánasta umhverfi og vinnur með vatnslitum og olíu.

Myndlistarsýning Sigurlínar mun standa fram til 12. júlí 2011. Sjá nánar á heimasíðu Tré og list, http://www.treoglist.is

Fyrri greinHyggjast opna veitingastað á Kili
Næsta greinMyndavélakerfi sett upp í Sundhöllinni