Sigurjónskvöld á Bakkanum

Fjórða októbermenningarkvöldið í Árborg verður haldið fimmtudaginn 21. október, á afmælisdegi Sigurjóns Ólafssonar, myndhöggvara frá Eyrarbakka.

Menningarkvöldið fer fram í Gónhól á Eyrarbakka kl. 20:00 og er dagskráin í umsjón Ingu Jónsdóttur, safnstjóra Listasafns Árnesinga.

Tónlistaratriði verða frá Tónlistarskóla Árnesinga í umsjón Guðmundar Kristmundssonar. Einnig mun þær stöllur Kristín Arna Hauksdóttir og Bryndís Erlingsdóttir syngja.

Innslag verður frá kvæðamannafélaginu Árgala.

Frítt er inn á kvöldið og verður heitt á könnunni.

Fyrri greinJóhann og Einar Ottó framlengja
Næsta greinGuðmundur skoraði í 4-0 sigri