Sigur lífsins í Skaftárhreppi

Á páskum, dagana 24. mars til 1. apríl, verður árleg dagskrá á Kirkjubæjarklaustri og nágrenni sem nefnist „Sigur lífsins“.

Fléttað verður saman fræðslu um sögu svæðisins, helgigöngu á slóðum Skaftárelda og helgihaldi páskahátíðarinnar. Dagskráin er á vegum Kirkjubæjarstofu, í samvinnu við Hótel Klaustur, sóknarprest og sóknarnefnd Prestsbakkasóknar.

Dagskrá:

Sunnudagurinn 24. mars – Pálmasunnudagur
Kl. 14.00 Hátíðarguðsþjónusta í Þykkvabæjarklausturskirkju
Prestur: séra Ingólfur Hartvigsson. Ásakórinn og Kirkjukór Prestsbakkakirkju leiða söng undir stjórn Brians R. Haroldssonar organista.

Fimmtudagurinn 28. mars – Skírdagur.
Kl. 11.00 Hátíðarguðsþjónusta í Kapellu Klausturhóla.
Prestur: séra Ingólfur Hartvigsson. Kirkjukór Prestsbakkakirkju og Ásakórinn leiða söng undir stjórn Brians R. Haroldssonar organista.

Kl. 14.00 Messa og ferming í Prestabakkakirkju
Prestur: séra Ingólfur Hartvigsson. Kirkjukór Prestsbakkakirkju og Ásakórinn leiða söng undir stjórn Brians R. Haroldssonar organista.

Kl. 20.00 Agnieszka Majka Srocka opnar ljósmyndasýninguna „Kirkjubæjarklaustur – time for soul“ í Minningarkapellu séra Jóns Steingrímssonar. Sýningin verður opin yfir páskana kl. 10.00 – 18.00 og líkur 1. apríl n.k.

Föstudagurinn 29. mars – Föstudagurinn langi
Kl. 10.00 Sigur lífsins, í Minningarkapellu séra Jóns Steingrímssonar. Erindi: Gönguferðir um ytra og innra landslag. Dr. Hjalti Hugason prófessor við Háskóla Íslands. Tónlist: Brian R. Haroldsson organisti

Hádegishlé

Kl. 13.30 Helgiganga að Systrastapa. Gengið er frá Minningarkapellu Jóns Steingrímssonar vestur að Systrastapa og síðan aftur til baka að Minningarkapellunni þar sem gangan endar. Dr. Hjalti Hugason prófessor og séra Ingólfur Hartvigsson leiða gönguna.

Kl. 21.00 Kvöldguðsþjónusta í Minningarkapellunni. Prestur séra Ingólfur Hartvigsson.

Laugardagurinn 30. mars – Hvíldardagurinn mikli
Kl. 09.30 „Sambúð manns og náttúru”. Slóðir og Hótel Klaustur efna til fræðsluferðar suður Landbrot og Meðalland. Lagt verður af stað kl. 09.30 frá Hótel Klaustri og komið aftur að Kirkjubæjarklaustri um kl. 16.00. Staldrað verður við á völdum sögustöðum á leiðinni. Umsjón og fararstjórn annast leiðsögumenn hjá Slóðum.

Þeir sem hafa hug á þátttöku í ferðinni eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig á Hótel Klaustri fyrir kl. 18.00 á skírdag, fimmtudaginn 28. mars. Þátttökugjald er kr. 5.000.- pr. mann, nesti er innifalið. Skráning og nánari upplýsingar eru í síma 4874900 og á netfanginu klaustur@icehotels.is

Kl. 14.00 Páskabingó Hestamannafélagsins Kóps í félagsheimilinu Tunguseli í Skaftártungu.

Sunnudagurinn 31. mars – Páskadagur
Kl. 06.30 Páskamessa við sólarupprás. Sem á hinum fyrstu páskum verður beðið sólaruppkomu, um kl. 06.30, við Minningarkapellu séra Jóns Steingrímssonar. Síðan gengið til páskamessu í kapellunni. Léttur morgunverður í boði Hótel Laka Efri-Vík. Séra Ingólfur Hartvigsson leiðir samveruna.

Kl. 11.00 Hátíðarguðsþjónusta í Prestsbakkakirkju. Prestur séra Ingólfur Hartvigsson. Kirkjukór Prestsbakkakirkju og Ásakórinn leiða söng undir stjórn Brians R. Haroldssonar organista.

Kl. 14.00 Hátíðarguðsþjónusta í Grafarkirkju. Prestur séra Ingólfur Hartvigsson. Ásakórinn og Kirkjukór Prestabakkakirkju leiða söng undir stjórn Brians R. Haroldssonar organista.

Mánudagurinn 1. apríl – Annar í páskum
Kl. 14.00 Hátíðarguðsþjónusta í Langholtskirkju. Prestur séra Ingólfur Hartvigsson. Ásakórinn og Kirkjukór Prestabakkakirkju leiða söng undir stjórn Brians R. Haroldssonar organista.

Minningarkapella séra Jóns Steingrímssonar
Um páskana verður Minningarkapella séra Jóns Steingrímssonar opin dagana 29. mars til 1. apríl kl. 10.00 til 18.00.

Á skírdag 28. mars 2013 kl. 20.00 opnar Agnieszka Majka Srocka ljósmyndasýningu í Minningarkapellunni. Sýninguna kallar hún: ,,Kirkjubæjarklaustur – time for soul” og eru ljósmyndirnar úr ljósmyndaröðinni ,,Iceland-kingdom of ice and fire.” Agnieszka Majka útskrifaðist frá Háskólanum í Rzeszow í Pólandi með meistaragráðu í listum. Sýningin verður opin yfir páskana og líkur 1. apríl n.k. Allir hjartanlega velkomnir.

Líkan Eldmessukirkjunnar
Á sama tíma um páskana verður líkanið af Eldmessukirkjunni frá 1777 til sýnis í Minningarkapellunni.

Nánari upplýsingar um páskadagskrána eru í síma: 487 4645, á netfangi: kbstofa@simnet.is , á vefsíðu: www.kbkl.is og www.klaustur.is

Fyrri greinTíu marka tap í lokaleiknum
Næsta greinSlasaður vélsleðamaður í Veiðivötnum