Sigur lífsins á Klaustri

Á páskum 2011 verður árleg dagskrá á Kirkjubæjarklaustri sem nefnist Sigur lífsins. Þar er fléttað saman fræðslu um Skaftáreldana 1783, útivist og helgihaldi.

Dagskráin er á vegum Kirkjubæjarstofu í samvinnu við sóknarprest og sóknarnefnd Prestsbakkasóknar.

21. apríl, skírdagur

14.00 Fermingarmessa í Prestsbakkakirkju

Prestur: sr. Ingólfur Hartvigsson. Kirkjukór Prestsbakkakirkju leiðir söng undir stjórn Brian R. Haroldssonar organista.

22. apríl, föstudagurinn langi

10.00 Sigur lífsins, í Minningarkapellu sr Jóns Steingrímssonar

Setning: Ólafía Jakobsdóttir

Erindi: Jón í hellinum eldklerkur í mótun. Um trúarlíf síra Jóns Steingrímssonar og dvöl hans í Hellum í Mýrdal veturinn 1755-1756. Ófeigur Sigurðsson rithöfundur

Upplestur: Kraftaverk á Síðu. Jón Helgason Seglbúðum flytur

Tónlist: Brian R. Haroldsson organisti

Að lokinni dagskrá í Minningarkapellunni verður heimildarkvikmyndin Eldmessa sýnd í félagsheimilinu Kirkjuhvoli.

Hádegishlé

13.30 Eldmessuganga, með sögulegu ívafi. Gengið er frá Minningarkapellu Jóns Steingrímssonar vestur að

Systrastapa og síðan aftur til baka að Minningarkapellunni þar sem gangan endar með sögustund við rústir gömlu

klausturkirkjunnar. Sr. Ingólfur Hartvigsson og Jón Helgason leiða gönguna.

21.00 Passíusálmalestur og Sjö orð Krists við krossinn. Sr. Ingólfur Hartvigsson leiðir stundina.

23. apríl, laugardagur
11.00-14.00 Opið hús hjá Ferðaþjónustu bænda að Hótel Geirlandi, Hótel Laka og Ferðaþjónustunni Hunkubökkum. Súpa og brauð á 1.000 kr.

14.00 Dagskrá í félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri

a) Kórsöngur: Kirkjukór Prestsbakkakirkju og Ásakórinn

b) Kvikmyndasýning: Sýnd kvikmynd Þrándar Thoroddsen frá 1974 um þjóðhátíð Skaftfellinga að Kleifum, frá vígslu Minningarkapellu Jóns Steingrímssonar og vígslu Skeiðarárbrúarinnar 14. júlí 1974, þar sem meðal annars kór Skaftfellingafélagsins söng. Einnig verður sýnd mynd um Bænhúsið á Núpstað og viðtal frá sjónvarpinu við þá bræður á Núpstað, Eyjólf og Filippus.

21.00 – 23.30 Tónleikar á Hótel Klaustri

Lummósveit Lýðveldisins flytur dægurlög frá 6. áratug síðustu aldar, lög sem margir afar og ömmur nútímans muna sem “lög bernskunnar,” og ungt tónlistarfólk sækir nú gjarnan perlur í til að skreyta efnisskrár sínar. Söngvarar sveitarinnar eru Gunnar Pétur Sigmarsson og Linda Agnarsdóttir, en auk þeirra verður sérstakur gestur tónleikanna hinn landskunni dægurlagasöngvari, Jón Kr. Ólafsson frá Bíldudal. Aðgangur er öllum heimill, en ungmenni undir 18 ára aldri þurfa að vera í fylgd foreldra eða forráðamanna.

24. apríl, páskadagur

05.00 Páskamessa við sólarupprás. Sem á hinum fyrstu páskum verður beðið sólaruppkomu sem verður umkl. 05.00 við Minningarkapellu sr. Jóns Steingrímssonar. Síðan gengið til páskamessu í kapellunni.

Léttur morgunverður í boði safnaðarins. Sr. Ingólfur Hartvigsson leiðir samveruna.

14.00 Hátíðarguðþjónusta í Prestsbakkakirkju. Prestur sr. Ingólfur Hartvigsson. Kirkjukór Prestsbakkakirkju leiðir söng undir stjórn Brian R. Haroldsson, organista.

25. apríl, annar í páskum

11.00 Hátíðarguðþjónusta í Þykkvabæjarklausturskirkju

Prestur: sr. Ingólfur Hartvigsson og Ásakórinn leiðir söng undir stjórn Brian R. Haroldssonar, organista.

14.00 Hátíðarmessa og ferming í Grafarkirkju

Prestur: sr. Ingólfur Hartvigsson og Ásakórinn leiðir söng undir stjórn Brian R. Haroldssonar, organista.

Um páskana verður opin sýning í Minningarkapellunni

Á sýningunni eru myndlistaverk unnin af 5. og 6. bekk Kirkjubæjarskóla, í þremur hópum út frá atburðum síðustu daganna í lífi Jesú. Verkin eru í anda expressionistanna á 20. öld en þeir lögðu áherslu á að sýna líðan fólks í málverkum sínum og létu litina undirstrika það á táknrænan hátt. Nemendurnir eru einmitt nýbúnir að læra um þessa listastefnu og sjá myndir af trúarlegum verkum þekktra expressionista. Hinir dramatísku atburðir dymbilviku og páska henta einkar vel til að vinna út frá í þessu samhengi. Sýningin er samstarfsverkefni Kirkjubæjarskóla og Prestsbakkasóknar

Nánari upplýsingar í síma: 487 4645, á netfangi: kbstofa@simnet.is og á vefsíðunni www.kbkl.is

Fyrri greinGott sumar framundan
Næsta greinKristrún og Darri best hjá Hamri