Sigurður Bogi kynnir nýja bók

Sigurður Bogi Sævarsson, blaðamaður, verður í Sunnlenska bókakaffinu í kvöld kl. 20:30 og kynnir þar nýja bók sína, Fólk og fréttir.

Í bókinni ræðir Sigurður við blaðamenn sem komist hafa nærri stórviðburðum eða fréttaskrifum sem hreyft hafa við þjóðarsálinni. Þetta eru málin sem mörkuðu spor og skil í umræðunni, hvert með sínum hætti.

Hér segir Gerður Kristný frá umfjöllun sinni um kynferðisglæpi en Árni Gunnarsson talar um kynni af Víetnamstríðinu svo tekin séu tvö dæmi, sitt úr hvorri áttinni.

Sigurður Bogi er Sunnlendingum að góðu kunnur en hann hóf blaðamennsku kornungur á Þjóðólfi og var síðar einn af stofnendum og eigendum Sunnlenska fréttablaðsins en þrátt fyrir ungan aldur á kappinn nú að baki 23 ára starfsferil í blaðamannastétt.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Fyrri greinGosið aftur orðið öskugos
Næsta grein„Veðurlagið með ólíkindum“