Sigurður „séní“ á Þingvöllum

Í kvöld kl. 20 flytur Sigurjón Baldur Hafsteinsson, lektor í safnafræði við Háskóla Íslands, erindi um Sigurð „séní“ í Fræðslumiðstöð Þjóðgarðsins á Þingvöllum.

Sigurður Guðmundsson málari, eða Sigurður „séní“ eins og hann var stundum kallaður, var einn af forvígismönnum stofnunar Forngripasafnsins árið 1863 og jafnframt einn fyrsti umsjónarmaður þess.

Vann hann ötullega að því að safna heimildum af ýmsu tagi með það að markmiði að skrásetja menningarsögu Íslendinga frá landnámi til samtímans.

Hluti af þessari skrásetningu var heimildasöfnun Sigurðar um húsakost á Þingvöllum og gerði hann sér sérstakt far um að myndgera þær heimildir.

Í erindi sínu fjallar Sigurjón Baldur um þetta starf Sigurðar og grennslast fyrir um þær hugmyndir sem hann gerði sér um Þingvelli og híbýli manna á þjóðveldisöld.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.