
Á Fjöri í Flóa um helgina var tilkynnt að Sigga á Grund hlyti menningarstyrk Flóahrepps árið 2025 til að skjalfesta yfirlit og sögu útskurðarlistaverka sinna. Sigga hlaut styrk að upphæð 500 þúsund krónur ásamt plöntu frá Gróðrastöðinni Kjarri og viðurkenningarskjal.
Skrásetja á sögu listaverkanna, safna saman myndum og umfjöllunum, hvernig þau voru búin til, úr hvaða efni og hvar þau eru staðsett í heiminum. Þegar bókin kemur út er áætlað að halda viðburð í Flóahreppi til að fagna því að arfleið Siggu sé varðveitt.
Sigríður Jóna Kristjánsdóttir, eða Sigga á Grund, er listakona og útskuraðarmeistari. Hennar sérþekking snýr að útskurði í tré. Hún hefur meðal annars skorið út allar gangtengundir íslenska hestsins, verk sem þykja mikil listasmíð og eru mörg þeirra til sýnis í Tré og list í Forsæti í Flóahreppi.
Sigga er fædd í Villingaholti og fékk hún tréskurðarlistina beint í æð á barnsaldri. Hún er fyrsti heiðursborgari Flóahrepps en þann heiður hlaut hún á 80 ára afmæli sínu í fyrra. Í nóvember sama ár var hún gerð að heiðurslistamanni þjóðarinnar og áður hafði hún fengið Fálkaorðuna fyrir framlag sitt til þjóðlegrar listar.