Síðasta upplestrarkvöldið fyrir jól

Fimmtudagskvöldið 14. desember mæta sex galvaskir rithöfundar í Bókakaffið á Selfossi og lesa upp fyrir gesti og gangandi.

Tilboð á bókum og notaleg jólastemmning við kertaljós og kakódrykkju. Húsið er opnað kl. 20 og upplestur stendur frá 20:30-21:30.

Þau sem koma að þessu sinni eru:
Sigmundur Ernir Rúnarsson: Í stríði og friði fréttamennskunnar.
Jóna Ingibjörg Bjarnadóttir: Hlutskipti.
Kristín Ómarsdóttir: Móðurást. (Tilnefnd til Fjöruverðlauna)
Sigurjón Bergþór Daðason: Umbrot.
Solveig Thoroddsen: Að innan erum við bleik.
Vigdís Grímsdóttir: Ævintýrið. (Tilnefnd til Fjöruverðlauna).

Auk þess kynnir útgefandi bók Esterar Hilmarsdóttur: Fegurðin í flæðinu sem einnig er tilnefnd til Fjöruverðlauna.

Photo by Art Bicnick

Fyrri greinGul viðvörun: Dimm él á fimmtudag
Næsta grein„Rólegur og afslappaður jólaandi“