Síðasta sýningarhelgin í Lambey

Þórhildur við nokkur verkanna á sýningunni í Gallerí Lambey. Alls eru 150 myndir á sýningunni, sem sýna atburði úr Njálu. sunnlenska.is/Sigurdór Karlsson

Sýningu Þórhildar Jónsdóttur, Njála í myndum, í Gallerí Lambey í Fljótshlíð lýkur um helgina. Sýningin verður opin á laugardag frá klukkan 10 til 18.

Á sýningunni eru 150 teikningar sem eru lýsingar á atburðum úr Njáls sögu. Sannkallað þrekvirki af hálfu Þórhildar, sem útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1972 og hefur starfað sem grafískur hönnuður og teiknari alla tíð síðan.

Sveitarfélagið vill semja við Þórhildi
Á fundi sveitarstjórnar Rangárþings eystra í var samþykkt tillaga B-listans um að sveitarfélagið myndi kanna möguleikann á að gera samstarfssamning við Þórhildi um sýningu og mögulega hýsingu á sýningunni í Hvolsskóla á Hvolsvelli. Njála er lesin upp af nemendum Hvolsskóla ár hvert, á Degi íslenskrar tungu, og telja fulltrúar B-listans að það myndi auka enn á áhrif upplestursins að hafa tugi mynda af atburðum sögunnar til sýnis fyrir nemendur, starfsmenn og gesti.

Fyrri greinAldrei fleiri nýnemar í FSu
Næsta greinUnglingar skáru niður fánana á Hellu