Síðustu sumartónleikarnir á Hendur í höfn

Söngvarinn Valdimar Guðmundsson og Örn Eldjárn munu halda tónleika á veitingastaðnum Hendur í höfn laugardaginn 11. ágúst kl. 20.

Þetta eru jafnframt síðustu tónleikarnir í sumartónleikaröðinni á Hendur í höfn sem hefur gengið vonum framar, en uppselt hefur verið á alla tónleikana sem haldnir hafa verið og færri komist að en vildu.

Það eru nokkrir miðar á lausu fyrir þá sem vilja njóta þessara frábæru tónlistarmanna sem hafa undanfarin ár flutt dásamlega einlæga og hugljúfa dagskrá. Hún sammanstendur af lögum sem Valdimar hefur sungið með hljómsveit sinni í bland við uppáhaldslög þeirra félaga við hin ýmsu tækifæri.

Miðasala er á tix.is en borðapantanir fyrir þau sem vilja borða fyrir tónleika er á hendurihofn@hendurihofn.is.

Fyrri greinEkið á barn á Selfossi
Næsta greinÆgir jafnaði í blálokin