Síðustu dagar jólagarðsins

Síðustu opnunardagar í Garði jólanna á Selfossi eru í dag og á morgun, Þorláksmessu.

Fjölbreyttur varningur verður til sölu og má þar nefna kakó, jólaglögg, skartgripi, brjóstsykur, handverk, eðal súkkulaði og ýmislegt fleira. Viðburðir verða á sviðinu báða dagana og mæta m.a. Eyþór Ingi úr bandinu hans Bubba og Matti Matt úr Pöpunum í garðinn og syngja saman í kvöld kl.20.

Garðurinn er opinn í dag frá 18-21 og á morgun frá 17-21.

Frábært að kíkja við, fá sér heitt að drekka, hlusta á góða tónlist og skoða flottan varning í söluhúsunum.