Síðasti sýningardagur í Listasafninu

Í dag er síðasti opnunardagur sýningarinnar IS(not) | (El)land í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Sýningarspjall verður kl. 16 í dag.

Þar munu Hermann Stefánsson og Huldar Breiðfjörð ræða við gesti um samstarf þeirra og pólsku ljósmyndaranna Michał Łuczak og Rafał Milach þar sem viðfangsefnið var annars einangrun og hins vegar upplifun af álfum- og huldufólki.