Síðasta menningarkvöldið tileinkað Höfn

Síðasta menningarkvöldið í Árborg í október þetta árið verður haldið á Hótel Selfoss föstudaginn 30. október kl. 20:30.

Þessi síðast viðburður verður tileinkaður fyrirtækinu Höfn sem starfrækt var á Selfossi til fjölda ára bæði sem sláturhús og svo verslun.

Farið verður í gegnum sögu fyrirtækisins og munu þeir bræður Már Ingólfur og Þorsteinn Tryggvi Mássynir fjalla um söguna í máli og myndum.

Gunnar Sigurgeirsson hjá Filmsýn tók viðtöl við Garðar Hólm Gunnarsson og Þorbjörgu Sigurðardóttur en bæði viðtölin verða sýnd um kvöldið ásamt fleiri frásögnum fyrrverandi starfsmanna Hafnar. Þá mun Þorvaldur Halldórsson, söngvari syngja nokkur lög fyrir gesti.

Kynnir kvöldsins er Hólmfríður Kjartansdóttir sem starfaði lengi hjá Höfn.

Fyrri greinOpnuð sýning á tveimur sýningum
Næsta greinStefán snýr heim