Senn bryddir á Barða

Dr. Bergrún Óladóttir, jarðfræðingur, flytur fræðsluerindi á Hótel Klaustri í kvöld kl. 20:30. Erindið hefndist Senn bryddir á Barða og fjallar um eldstöðina Kötlu.

Katla er eitt þekktasta eldfjall Íslands, en hún er hluti af ~80 km löngu eldstöðvakerfi sem er staðsett á Eystra gosbeltinu. Kerfið samanstendur af megineldstöð og sprungusveimi sem teygir sig í NA út frá henni. Mýrdalsjökull hylur hluta megineldstöðvarinnar og undir honum er 600-750 m djúp askja. Ef litið er til gostíðni er Katla fjórða virkasta eldstöðvakerfi landsins á eftir Grímsvötnum, Bárðarbungu og Heklu en miðað við framleiðni eldstöðvakerfanna á sögulegum tíma (eftir ~870 AD) þá hefur Katla vinninginn, en hún hefur myndað um 25 km3 í 20 gosum.

Allir eru velkomnir á Hótel Klaustur í kvöld en það er Vatnajökulsþjóðgarður sem stendur fyrir viðburðinum.