Selfyssingar á sólarströnd

Leikfélag Selfoss tekur stefnuna til sólríkari stranda í vetur en nú standa yfir æfingar á leikritinu Sólarferð eftir Guðmund Steinsson í leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar.

Leikritið gerist á miðjum áttunda áratugnum og fjallar um ferð nokkurra íslenskra hjóna til Costa del Sol. Það gengur á ýmsu og tekið er á því sem gerist á gamansaman hátt en þó með alvarlegum undirtón.

Stefnt er að því að frumsýning verði 24. febrúar nk.

Fyrri greinMálþing um stefnumótun í málefnum fatlaðra
Næsta greinÚtgerðarfélag í Hveragerði fær ekki byggðakvóta