Seinni tónleikar Hreppamanna í kvöld

Karlakór Hreppamanna er í miklu stuði þessa dagana. Á þriðjudagskvöld sungu þeir fyrir fullu húsi í Selfosskirkju og í kvöld syngja þeir í Félagsheimili Hrunamanna á Flúðum.

Að þessu sinni er gestasöngvari með kórnum Jóhann Friðgeir Valdimarsson, hetjutenór. Söngskráin er fjölbreytt og skemmtileg . Að vanda stýrir Edit Molnár kórnum en píanóleikari er Miklos Dalmay.

Fyrri greinSést ekki á milli stika
Næsta greinNaumt tap hjá Árborg