Saxafóngeggjun á Suðurlandsdjazzinum

Um næstu helgi verða síðustu tónleikarnir í hinni nýju en geysivinsælu tónlistaröð sem nefnist Suðurlandsdjazz. Að venju hefjast tónleikar klukkan 15:00 og er frítt á þá.

Það verða engir aukvisar sem mæta á svæðið. Á laugardaginn í Tryggvaskála mætir enginn annar en Sigurður Flosason ásamt þeim Andrési Þór & Sigurgeiri Skafta. Þeir munu spila músík frá ýmsum tímum og allnokkur stílbrigði.

Á sunnudag í Skyrgerðinni kemur enginn annar en Kristinn Svavarsson fram ásamt þeim Úlfari Sigmarssyni & Sigurgeiri Skafta Flosasyni. Þar mun Kristinn fara yfir öll sín uppáhaldslög og meira til.

Menningarfélag Suðurlands heldur þennan viðburð og nú sem fyrr er frítt á tónleikana, en tónleikaröðin er styrkt af SASS.

Fyrri greinHólmsá friðlýst gegn orkuvinnslu
Næsta greinGöngukonu bjargað úr sjálfheldu