Saumastofan frumsýnd í Ölfusi

Ljósmynd/Leikfélag Ölfuss

Leikfélag Ölfuss frumsýnir verkið Saumastofuna eftir Kjartan Ragnarsson föstudaginn 8. febrúar næstkomandi í Versölum í Þorlákshöfn.

Leikstjóri er Guðfinna Gunnarsdóttir en hún hefur starfað með Leikfélagi Selfoss frá barnsaldri og er starfandi formaður Bandalags íslenskra leikfélaga.

Níu leikarar taka þátt í sýningunni en það eru þau Álfheiður Østerby Christensen, Árný Leifsdóttir, Ásta Margrét Grétarsdóttir, Daníel Máni Óskarsson, Erla Dan Jónsdóttir, Ingólfur Arnarson, Jónheiður Ísleifsdóttir, Magnþóra Kristjánsdóttir og Róbert Karl Ingimundarson.