Saumastofan frumsýnd í Ölfusi

Ljósmynd/Leikfélag Ölfuss

Leikfélag Ölfuss frumsýnir verkið Saumastofuna eftir Kjartan Ragnarsson föstudaginn 8. febrúar næstkomandi í Versölum í Þorlákshöfn.

Leikstjóri er Guðfinna Gunnarsdóttir en hún hefur starfað með Leikfélagi Selfoss frá barnsaldri og er starfandi formaður Bandalags íslenskra leikfélaga.

Níu leikarar taka þátt í sýningunni en það eru þau Álfheiður Østerby Christensen, Árný Leifsdóttir, Ásta Margrét Grétarsdóttir, Daníel Máni Óskarsson, Erla Dan Jónsdóttir, Ingólfur Arnarson, Jónheiður Ísleifsdóttir, Magnþóra Kristjánsdóttir og Róbert Karl Ingimundarson.

Fyrri greinRafmagnsbilun í Rangárþingi ytra
Næsta greinSkíðagöngubraut lögð umhverfis Laugarvatn