Samverustund í Þorláksbúð

Þorláksbúðarfélagið í Skálholti efnir til samveru og bænastundar í Þorláksbúð í Skálholti í dag kl. 17:30 að ósk bænda í Biskupstungum.

Samkoman fer fram undir vinnutjaldi yfir Þorláksbúðarhleðslunni. Þar verður bænastund, ávörp og söngur í höndum sr. Egils Hallgrímssonar, Skálholtspresturs, sr. Hjálmars Jónssonar, dómprófasts, sr. Kristins Ólassonar, fyrrverandi Skálholtsrektors, sr. Þórhalls Heimissonar og sr. Kristjáns Björnssonar, en allir prestarnir hafa tengsl við Skálholt á sinn hátt.

Þá flytja ávörp, Guðni Ágústsson, fyrrverandi alþingismaður og landbúnaðarráðherra, Bjarni Harðarson bóksali, upplýsingafulltrúi hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og fyrrverandi alþingismaður, Gunnar Bjarnason, hönnuður og smiður Þorláksbúðar og Árni Johnsen alþingismaður og formaður Þorláksbúðarfélagsins.

Söngvarar úr Skálholtskór syngja „Dag í senn“ eftir Sigurbjörn Einarsson, biskup og samkomugestir syngja kunnan sálm.

Allir eru velkomnir á samverustund í Þorláksbúð.

Fyrri grein„Ekki er allt best í Reykjavík“
Næsta greinMikið um að vera hjá Leikfélagi Selfoss