Samsöngur í Aratungu

Vörðukórinn og Kór Menntaskólans að Laugarvatni bjóða upp á fjölbreytta dagskrá erlendrar og íslenskrar tónlistar í Félagsheimilinu í Aratungu í kvöld kl. 20:30.

Kórarnir flytja, bæði saman og sitt í hvoru lagi, skemmtilega blöndu poppaðra og klassískra laga sem allir ættu að hafa gaman að, s.s. lög The Beatles, Bob Marley, Stuðmanna og Þursaflokksins.

Samtals telja kórarnir tveir um 100 manns; stjórnandi beggja kóra er Eyrún Jónasdóttir.