Safnahelgi lauk með leiksýningum

Kómedíuleikhúsið á Ísafirði sýndi í gærkvöldi tvo einleiki á Hótel Selfossi við góðar undirtektir.

Þetta voru leikritin Jón Sigurðsson strákur að vestan sem Elfar Logi Hannesson leikur og Bjarni á Fönix sem Ársæll Níelsson leikur.

Dorothee Lubecki, Menningarfulltrúi Suðurlands, sem áður starfaði á Vestfjörðum, ávarpaði leikara og gesti í lokin og þakkaði heimsókn Kómedíuleikhússins að vestan. Vonaðist hún eftir frekara menningarsambandi Vestfjarða og Suðurlands. Safnahelgi Suðurlands, sem stóð um helgina, lauk með þessari sýningu.

Jón Sigurðsson og Bjarni á Fönix verða aftur á ferðinni á Cafe Catalina í Kópavogi á morgun, þriðjudaginn 8. nóvember kl. 20.

Fyrri greinTónleikar á dánardegi Jóns Arasonar og sona hans
Næsta greinFór betur en á horfðist