Rut og vinir hennar á síðustu Gleðistund sumarsins

Rut og vinir hennar leika kammertónlist á síðustu Gleðistund sumarsins. Ljósmynd/Aðsend

Síðasta Gleðistundin að Kvoslæk í Fljótshlíð þetta sumarið verður sunnudaginn 27. ágúst næstkomandi klukkan 15:00. Að venju koma þar fram Rut Ingólfsdóttir og vinir hennar.

Með Rut spila Geirþrúður Ása, fiðluleikari, Þórunn Ósk, víóluleikari, Sigurður Bjarki, sellóleikari, Richard Korn, kontrabassaleikari, Richard Simm, píanóleikari og Jóhann Már Nardeau, trompetleikari, sem kemur til landsins til að vera með.

Á efnisskránni eru tvö meginverk franskrar kammertónlistar: Saint-Saëns: Septet fyrir trompet og kammerhóp þar sem Jóhann er í aðalhlutverki og Píanókvintett eftir César Franck þar sem Richard Simm er í aðalhlutverki.

Eftir tónleikana verður boðið upp á kaffi og þá geta áheyrendur hitt tónlistafólkið.

Fyrri greinÞrjú HSK-met í Brúarhlaupinu
Næsta grein„Ekki verið að skerða heilbrigðisþjónustuna í Uppsveitum“