Rósa sýnir í Gallery Listaseli

Rósa við nokkur verka sinna í Gallery Listaseli. Ljósmynd/Aðsend

Rósa Traustadóttir, listakona með meiru, opnaði myndlistarsýningu í Gallery Listaseli í miðbæ Selfoss laugardaginn 3. maí síðastliðinn. Þar sýnir hún vatnslitaverk unnin á síðastliðnu ári.

Rósa hefur sýnt herlendis og erlendis en þetta er sjötta einkasýning hennar. Hún hefur sótt námskeið hjá erlendum og íslenskum vatnslitamálurum og er í Vatnslitafélagi Íslands. Hún bjó á Selfossi í þrjátíu ár en býr nú í Mosfellsbænum en dvelur mikið í Grímsnesinu þar sem þau hjónin eiga bústað.

Vatnslitirnir hafa átt hug hennar alla tíð og glíman við litina og vatnið sem flæðir á pappírnum. Vegferðin með vatnslitunum verður oft að nokkurs konar hugleiðslu þar sem Rósa týnir tímanum og flýtur með.

Sýningin stendur til 30. maí.

Fyrri greinÞetta má ekki gerast aftur! – Álag á útsvar
Næsta greinSafna frásögnum fólks af Suðurlandsskjálftunum 2000