Rjómabúið opið allar helgar

Rjómabúið á Baugsstöðum, austan við Stokkseyri, verður opið um helgar í sumar frá kl. 13 til 18. Rjómabúið hóf starfsemi sína 1905 og starfaði nær óslitið til 1952.

Vatnshjólið og tækin í vinnslusalnum munu snúast þegar gesti ber að garði og minna á löngu liðna tíma.

Tíu manna hópar eða fleiri geta fengið að skoða búið á öðrum tímum ef haft er samband með góðum fyrirvara við gæslumenn í símum 898 4240 Siggeir, 846 1358 Andri eða við Lýð Pálsson safnstjóra Byggðasafns Árnesinga í síma 891 7766.

Fyrri greinForeldrar greiði sama gjald fyrir dagforeldri og leikskóla
Næsta greinBuster glefsaði í barn