Rifjum upp skemmtilegar sunnlenskar sjónvarpsfréttir

Magnús Hlynur tekur viðtal við Katrínu Jakobsdóttur. Mynd/Úr einkasafni

Í tengslum við Vor í Árborg verða rifjaðar upp 85 skemmtilegar sjónvarpsfréttir, mikið úr Árborg, sem Magnús Hlynur Hreiðarsson vann á árunum 1998 til 2010 þegar hann starfaði sem fréttamaður fyrir Ríkisútvarpið á Suðurlandi.

Um er að ræða 85 fréttir á 85 mínútum, auk þess sem það er heilmikið af aukaefni með sunnlenskri tónlist.

Dæmi um fréttir eru; Taminn krummi, syngjandi hundur, vindverkir hjá fólki, þriggja vikna önd að bera út póst, sveitahátíð á Selfossi, syngjandi hundur, tónleikar í Kerinu, lamb með tvö höfuð, barnsfæðing í „beinni“ útsendingu, kettir í bandi í Árborg, knattspyrnuhundurinn Kolla og 90 ára körfuboltakona.

Sýningarnar fara fram í Bíóhúsinu laugardaginn 27. apríl kl. 17:00 og sunnudaginn 28. apríl kl. 17:00. Ókeypis inn.

Fyrri grein80 ára afmæli garðyrkjumenntunar á Reykjum
Næsta greinHveragerði aðili að Íslenska ferðaklasanum