Íris Blandon, leikkona í Laugarási, svaraði nokkrum áramótaspurningum fyrir sunnlenska.is.
Hvernig var árið 2025 hjá þér? Árið var frábært að mörgu leyti. Ég tók þátt í leikritum bæði á sviði í Tungunum og á Selfossi. Einnig í auglýsingu og sjónvarpsþáttum. Dóttir mín gifti sig og svo kynntist ég fullt af skemmtilegu fólki.
Hvað stóð upp úr á árinu? Ég verð að segja að brúðkaup dóttur minnar er nú skemmtilega eftirminnilegast.
Hvaða lag hlustaðir þú oftast á? Ég hugsa að ég hafi oftast hlustað á Orðin mín með Sigurði Guðmundssyni. Það er sérstaklega fallegt lag og fallegar minningar tengdar því.

Hvað finnst þér ómissandi að gera alltaf á gamlársdag/kvöld? Ekki spurning, það er að vera með fjölskyldunni.
Hvað ætlarðu að gera um áramótin? Ég ætla að vera hjá dóttur minni og fjölskyldunni.
Hvað er í matinn á gamlárskvöld? Það er allavega nautalund og svo kannski eitthvað annað nammi namm.
Strengir þú eitthvað áramótaheit? Nei, það þýðir ekkert fyrir mig að gera það því ég renn alltaf á rassinn með það.
Hvernig leggst nýja árið í þig? Það leggst vel í mig, ég vonast bara til að taka þátt í einhverju skemmtilegu leikstandi og jafnvel ferðast eitthvað og þá er ég góð.

