Rakel sýnir í Listagjánni

Rakel Sif Ragnarsdóttir sýnir akrýlmyndir í Listagjánni í Bókasafni Árborgar á Selfossi í desember.

Rakel Sif er með BA próf í Listfræði frá HÍ. Þetta er fjórða einkasýning hennar en einnig hefur hún tekið þátt í þremur samsýningum. Verkin eru öll unninn með akrýl á striga á tímabilinu frá 2010 – 2016 og sýna vel þróun Rakelar í list sinni.

Rakel Sif er starfsmaður Bókasafns Árborgar og hefur séð um skreytingar fyrir safnið.

Sýningin stendur út desember og er jafnframt sölusýning.