Ragnheiðarganga í Skálholti

Skálholt. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Föstudaginn 18. júní kl. 15:00 verður efnt til Ragnheiðargöngu í Skálholti til að minnast Ragnheiðar Brynjólfsdóttir, en í ár eru 380 ár frá fæðingu hennar.

Ragnheiður Brynjólfsdóttir bjó í Skálholti sína stuttu ævi. Í göngunni munu Friðrik Erlingsson rithöfundur og sr. Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti fara yfir sögu Ragnheiðar, ævi hennar og örlög.

Friðrik er einn helsti sérfræðing landsins í sögu Ragnheiðar, en hann kafaði djúpt í sögu hennar við undirbúning á óperunni Ragnheiði sem var einmitt frumflutt í Skálholtsdómkirkju á sínum tíma.

Gangan tekur um 1-2 klst. Gengið verður um Skálholtskirkju og næsta nágrenni en skoðaðir verða helstu staðir tengdir ævi Ragnheiðar og fólksins hennar. Þar á meðal verður komið við hjá minningarmarki Ragnheiðar og fjölskyldu sem Skálholtsfélag hið nýja kom upp fyrir fáeinum árum.

Hægt er að kaupa veitingar á Veitingastaðnum Skálholti áður en gangan hefst. Gangan er ókeypis og þið eruð öll velkomin! Vinsamlegast skráið ykkur hér svo hægt sé að meta fjöldann

Gangan er styrkt af Uppbyggingasjóði Suðurlands.

Fyrri greinÁrborg skoraði níu mörk
Næsta greinHarma mistök við verðlaunaafhendingu á skólaslitum