Raggi Bjarna og Þorgeir í Sólheimakirkju

Lokatónleikar Menningarveislu Sólheima verða haldnir í Sólheimakirkju, laugardaginn 22. ágúst kl 14:00

Ragnar Bjarnason og Þorgeir Ástvaldsson mæta þar að venju með söng og gleði.

Þar með endar Menningarveisla Sólheima 2015 á 85 ára afmælisári Sólheima.

Íbúar Sólheima þakka öllum þeim sem að Menningarveislunni komu mikið fyrir að gera hana svo glæsilega.

Allir velkomnir, ókeypis aðgangur.

Fyrri greinTómas Hassing með fimm mörk í stórsigri Árborgar
Næsta greinHöfuðmeiðsli á Hellisheiði