Rafrænir fjallatindar

Bókin Á fjallatindum eftir Bjarna E. Guðleifsson sem Bókaútgáfan Hólar gaf út árið 2009 er nú komin út á rafbókarformi.

Þar segir frá gönguferðum á hæstu tinda í hverri sýslu landsins. Alls er lýst þarna ferðum á 28 tinda.

Rafbókin býður upp á að menn geti skoðað bókina í tölvu, spjaldtölvu og jafnvel í síma og með því séð kort af viðkomandi fjalli, auk ljósmynda og gönguleiðalýsingu og aukinheldur lesið sig til um jarðfræði þess. Þá er þarna að finna ýmsan annan fróðleik um hvert fjall. Þannig geta menn léttilega haft bókina með sér í gönguferðir þegar gengið er í fótspor höfundar og haft af henni bæði gagn og gaman.

Pappírsútgáfan af bókinni hefur verið uppseld um nokkurra ára skeið, en mikil eftirspurn hefur verið eftir henni og því ættu margir að kætast við þessi tíðindi.

Þetta er fyrsta rafbók Bókaútgáfunnar Hóla og er hægt er að kaupa bókina með því að fara inn á www.skinna.is

Fyrri greinOlson áfram með FSu – margir pennar á lofti
Næsta greinFíkniefnaneytendur á ferðinni á grunnskólalóð